Lokun á deild vegna veikinda

01 Sep 2017

Því miður varð að grípa til þess ráðs að loka Nautaskál í dag vegna manneklu. Þetta er í fyrsta skipti sem við þurfum að loka deild en aðstæður voru þannig að ekki var talið verjandi að taka á móti börnunum í dag þar sem það vantaði alla starfsmenn deildarinnar og einnig voru fjarvistir á öðrum deildum.

Starfsmenn jafna sig vonandi fljótt og vel svo ekki þurfi að koma til frekari lokana.